Jón Holger Engelbrecht Holm fæddist 26. júní 1940. Hann lést 26. desember 2024.

Útför Jóns fór fram 14. janúar 2025.

Þegar Jón Holm bjó enn í heimahúsum á Grenimel átti hann herbergi uppi á lofti sem hann hafði málað svart. Stórum grammófón var komið fyrir á áberandi stað, framhliðin var biksvört en á hana máluð hvít vera með saxófón: Stan Getz. Þessa dýrð sá ég rétt um fermingaraldur og varð skiljanlega stórhrifinn. Ég var litli bróðir Eddu, kærustu hans. Þau gengu snemma í hjónaband og eignuðust með tímanum tvö börn, Lindu Björk og Arnar.

Jón átti myndarlegt safn af djassplötum og þaðan spratt áhugi minn á þeirri tónlist. Mér er minnisstætt þegar hann setti The Modern Jazz Quartet á fóninn og ég heyrði Cortege í fyrsta sinn. Það var heilög stund.

Jón

...