Gera má ráð fyrir að síðar á þessu ári verði kynntar hugmyndir að uppbyggingu í Norður-Mjódd. Nánar tiltekið á lóðunum Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7, á svæðinu frá strætóstöðinni í Mjódd að Staldrinu, en þær eru í eigu fasteignaþróunarfélagsins Klasa
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gera má ráð fyrir að síðar á þessu ári verði kynntar hugmyndir að uppbyggingu í Norður-Mjódd.
Nánar tiltekið á lóðunum Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7, á svæðinu frá strætóstöðinni í Mjódd að Staldrinu, en þær eru í eigu fasteignaþróunarfélagsins Klasa. Svæðið er hér sýnt á loftmynd.
Þær upplýsingar fengust frá Klasa að verið væri að vinna að uppdrætti og greinargerð ásamt ýmsum greiningum. Sú vinna væri langt komin og vonir bundnar við að málið yrði tekið fyrir hjá Reykjavíkurborg á næstunni og áformin þá kynnt nánar.
Rætt um 450 íbúðir
Fram kemur í skipulagslýsingu að endanlegur fjöldi íbúða á svæðinu hafi ekki verið ákveðinn. Hins
...