Þau tíðindi urðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær að fulltrúar Framsóknarflokksins í meirihlutanum, með Einar Þorsteinsson borgarstjóra í fararbroddi, studdu tillögu sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta í borginni, þar sem lagt var til að…
Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Þau tíðindi urðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær að fulltrúar Framsóknarflokksins í meirihlutanum, með Einar Þorsteinsson borgarstjóra í fararbroddi, studdu tillögu sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta í borginni, þar sem lagt var til að borgarstjórn myndi samþykkja að vinna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040, þannig að flugvallarstarfsemi og tengd atvinnustarfsemi í Vatnsmýri yrði tryggð út skipulagstímabilið. Fyrri áform voru um að flugvöllurinn myndi víkja árið 2032.

Samfylking og Píratar með

Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa málinu til umhverfis- og skipulagsráðs, en Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata voru á meðal þeirra sem samþykktu að vísa málinu til ráðsins, þrátt

...