![Breiðablik Heiðdís Lillýjardóttir snýr aftur í Kópavoginn.](/myndir/gagnasafn/2025/02/05/681a2ac4-d611-4c2a-ae14-9f6376132223.jpg)
Breiðablik Heiðdís Lillýjardóttir snýr aftur í Kópavoginn.
— Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir er komin til liðs við Breiðablik á ný eftir rúmlega tveggja ára fjarveru en hún var í barnsburðarfríi allt síðasta ár. Heiðdís, sem er 28 ára varnarmaður, lék með Blikum frá 2017 til 2022 en áður með Hetti og Selfossi. Hún var síðan erlendis þar sem hún spilaði með Benfica í Portúgal og Basel í Sviss. Heiðdís á að baki 126 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Selfossi og 60 leiki með Hetti í 1. deild.