Sigurleifur Kristjánsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, fæddist 27. febrúar 1956 á Bíldudal, sonur hjónanna Kristjáns Ásgeirssonar og Ingibjargar J. Jónsdóttur. Hann lést 18. desember 2024 á Landspítalanum.
Sigurleifur var jarðsettur í kyrrþey 15. janúar 2025.
Enn á ný hefur dauðinn höggvið skarð í raðir okkar systkinanna frá Sólbrekku á Bíldudal.
Bróðir okkar Sigurleifur Kristjánsson, kallaður Silli, lést þann 18. desember 2024 á nýrnadeild Landspítalans.
Við kvöddum hann saman daginn sem hann lést en við tókum ekki eins vel á móti honum þegar hann fæddist því við, a.m.k. þau eldri, vorum sárhneyksluð á mömmu að fara að eiga barn orðin 45 ára og botnuðum ekkert í þessu kæruleysi og töldum að þetta hefði mjög neikvæð áhrif á stöðu okkar í þjóðfélaginu á
...