Guðmundur Jónsson vélfræðingur lést 3. febrúar síðastliðinn, 92 ára að aldri, eftir skamma dvöl á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Guðmundur fæddist í Reykjavík 27. apríl 1932. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Jón Jóhannes Ármannsson stýrimaður og Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja.
Guðmundur gekk í Miðbæjarbarnaskólann og lauk síðar námi í vélfræðum í Iðnskólanum í Reykjavík, starfsnámi hjá Vélsmiðjunni Héðni og vélstjórnarprófi frá Vélstjóraskólanum í Reykjavík. Hann hóf snemma störf við sjósókn, m.a. við síldveiðar á mótorbátnum Svani. Hann var vélstjóri eina vertíð á hvalbát, sem gerði út frá Hvalfirði, og síðar vélstjóri hjá Ríkisskipum, á Herðubreið og Skjaldbreið, og síðar á skipum Eimskipafélags Íslands, m.a. fraktskipunum Tröllafossi og Lagarfossi. Guðmundur starfaði lengst af sem vélfræðingur hjá Vatnsveitu
...