Einar Ingvi Magnússon
Hvað gerir fólk við tíma sinn, sem sífellt styttist með hverjum deginum sem líður? Hvernig hefur fólki verið kennt að nota tíma sinn hér á jörð, í þessu lífi, í þessari tilveru? Eyðum við ekki flest tíma okkar í ónauðsynlega hluti og gagnslausar athafnir á borð við sjónvarpsgláp og tölvuleiki eða mötum okkur á ódýru og jafnvel skaðlegu upplýsingaefni á netinu, sem kemur okkur ekkert áfram á uppbyggilegri andlegri þroskabraut, sem er raunverulegur tilgangur mannsins á þessari plánetu? Við erum nefnilega ekki okkar eign, né eigendur þessarar plánetu, sem við búum á eingöngu sem gestir til skamms tíma.
Okkur er haldið frá raunverulegum gildum, haldið í fjötrum ómerkilegrar efnishyggju, rútínu, sem snýst um það eitt að uppfylla kröfur þjóðfélagsgerðar, sem er ekki vinveitt raunverulegu mannlegu lífi, heldur beinlínis
...