Tæplega 4.200 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því í fyrra. Hins vegar fluttu 150 fleiri íslenskir ríkisborgarar þá frá landinu en fluttu til þess. Þetta má lesa úr nýjum tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Tæplega 4.200 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því í fyrra. Hins vegar fluttu 150 fleiri íslenskir ríkisborgarar þá frá landinu en fluttu til þess.

Þetta má lesa úr nýjum tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga.

Með þessum aðflutningi hafa tæplega 25 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því frá ársbyrjun 2020. Jafnframt hafa nú tæplega 71 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins frá aldamótum en frá landinu.

Neikvæður í 18. sinn á öldinni

Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var neikvæður í fyrra, líkt og flest ár þessarar aldar. Það er sýnt á grafinu hér fyrir ofan.

...