Ingrid Kuhlman
Lífsvirðing, félag sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi, hefur sett frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarréttinn í forgrunn baráttu sinnar og að sú ákvörðun sé hluti mannréttinda hvers og eins. Meðfylgjandi eru helstu rök félagsins fyrir því að dánaraðstoð sé grundvallaratriði í frelsi einstaklingsins.
Einstaklingsfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur
Dánaraðstoð snýst í grunninn um rétt einstaklings til að taka ákvarðanir á eigin forsendum um líf sitt og dauða, sér í lagi þegar hann stendur frammi fyrir óbærilegum þjáningum eða ólæknandi sjúkdómi. Rétturinn til að velja hvernig og hvenær við kjósum að ljúka lífi okkar er kjarni einstaklingsfrelsis. Að neyða einstaklinga til að þola óbærilegar þjáningar gegn vilja sínum, sérstaklega þegar engin von er um bata, stríðir gegn hugmyndum um
...