Hlaðvörp hafa sprottið upp eins og gorkúlur hin síðustu ár og líklega er ómögulegt að vita nákvæmlega hversu mörg þau eru orðin á heimsvísu. Hlaðvörpin skipta tugum aðeins hér á litla Íslandi og er þá verið að tala um titla en ekki stök vörp
Einlægur José Betancourt hlaðvarpsstjóri.
Einlægur José Betancourt hlaðvarpsstjóri.

Helgi Snær Sigurðsson

Hlaðvörp hafa sprottið upp eins og gorkúlur hin síðustu ár og líklega er ómögulegt að vita nákvæmlega hversu mörg þau eru orðin á heimsvísu. Hlaðvörpin skipta tugum aðeins hér á litla Íslandi og er þá verið að tala um titla en ekki stök vörp. Allir – og amma þeirra og afi líka – virðast halda úti hlaðvörpum um allt á milli himins og jarðar og hvernig eiga hlustendur að rata í gegnum þennan frumskóg? Þar geta fjölmiðlar komið til aðstoðar með því að benda á áhugavert efni líkt og nú skal gert.

Ofanritaður hefur að undanförnu gleypt í sig hlaðvarp New York-búans Joses Betancourt, Living with TBI, Að lifa með TBI, en TBI er skammstöfun fyrir „traumatic brain injury“, heilaskaða sem fólk getur orðið fyrir af ýmsum og ólíkum ástæðum. Í hlaðvarpsþáttunum fjallar Betancourt

...