Helgi Snær Sigurðsson
Hlaðvörp hafa sprottið upp eins og gorkúlur hin síðustu ár og líklega er ómögulegt að vita nákvæmlega hversu mörg þau eru orðin á heimsvísu. Hlaðvörpin skipta tugum aðeins hér á litla Íslandi og er þá verið að tala um titla en ekki stök vörp. Allir – og amma þeirra og afi líka – virðast halda úti hlaðvörpum um allt á milli himins og jarðar og hvernig eiga hlustendur að rata í gegnum þennan frumskóg? Þar geta fjölmiðlar komið til aðstoðar með því að benda á áhugavert efni líkt og nú skal gert.
Ofanritaður hefur að undanförnu gleypt í sig hlaðvarp New York-búans Joses Betancourt, Living with TBI, Að lifa með TBI, en TBI er skammstöfun fyrir „traumatic brain injury“, heilaskaða sem fólk getur orðið fyrir af ýmsum og ólíkum ástæðum. Í hlaðvarpsþáttunum fjallar Betancourt
...