Skipulagsstofnun hefur ákveðið að áform fyrirtækisins Steina resort ehf. um uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Skriðu í Hornafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umrædd áform eru afar stórtæk og felast í byggingu tveggja hótela, fjölda smáhýsa og baðlóns

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að áform fyrirtækisins Steina resort ehf. um uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Skriðu í Hornafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Umrædd áform eru afar stórtæk og felast í byggingu tveggja hótela, fjölda smáhýsa og baðlóns. Heimamenn segja að einstakt útsýni sé á þeim stað þar sem ráðgert er að ferðaþjónustan verði byggð upp.

Í gögnum málsins í Skipulagsgátt kemur fram að gert sé ráð fyrir að svæðið komi til með að byggjast upp í áföngum. Í fyrsta áfanga verður byggt 200 herbergja hótel við þjóðveginn. Það verður um 10 þúsund fermetrar að stærð á 2-3 hæðum og með 450 gistirúmum. Hótelið verður byggt í áföngum samkvæmt áætlunum fyrirtækisins og á sú uppbygging að taka um sex ár.

Ári eftir að framkvæmdir hefjast við vegahótel eiga að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu hótels með baðlóni. Gert er ráð fyrir að

...