Harpa Edward Elgar og Þórður Magnússon ★★★★★ Jennifer Higdon ★★★·· Tónlist: Edward Elgar (In the South), Þórður Magnússon (Fiðlukonsert) og Jennifer Higdon (Konsert fyrir hljómsveit). Einleikari: Ari Þór Vilhjálmsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Hulda Jónsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Osmo Vänskä. Áskriftartónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 30. janúar 2025.
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Ég veit ekki hvort það var efnisskráin eða vonskuverður (eða hvort tveggja) sem olli því að Eldborg Hörpu var hálfsetin fimmtudagskvöldið 30. janúar síðastliðinn en ég treysti mér til að fullyrða að þeir sem heima sátu misstu af miklu. Það er raunar alltaf tilhlökkunarefni að heyra heiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Finnann Osmo Vänskä, stjórna, enda má ganga að því sem gefnu að hljómsveitin er alltaf á tánum þegar hann stendur fyrir framan hana.
Tónleikarnir hófust með hvelli en flutningur á konsertforleiknum In the South (Alassio) eftir Edward Elgar (1857-1934) var fyrsta flokks. Verkið samdi Elgar veturinn 1903-1904 í Alassio á Ítalíu þar sem tónskáldið og eiginkona hans höfðu vetursetu.
...