Jens Stoltenberg, fv. framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), er næsti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jonasar Gahrs Støres í Noregi. Er þetta í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi Verkamannaflokksins og Miðflokksins var slitið í síðustu…
Jens Stoltenberg, fv. framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), er næsti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jonasar Gahrs Støres í Noregi. Er þetta í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi Verkamannaflokksins og Miðflokksins var slitið í síðustu viku, einkum vegna deilna um innleiðingu á tilskipunum Evrópusambandsins (ESB) um orkumál, eða það sem gjarnan kallast orkupakkar ESB í daglegu máli. Stoltenberg var hjá NATO árin 2014 til 2024.