Lyfjanotkun landsmanna virðist vera að dragast saman í mörgum flokkum lyfja, sérstaklega meðal yngri aldurshópa. Ný úttekt á lyfjanotkun og þróun hennar frá 2015, sem birt er í Talnabrunni landlæknisembættisins, leiðir í ljós umtalsverðan mun á…
Sviðsljós
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lyfjanotkun landsmanna virðist vera að dragast saman í mörgum flokkum lyfja, sérstaklega meðal yngri aldurshópa. Ný úttekt á lyfjanotkun og þróun hennar frá 2015, sem birt er í Talnabrunni landlæknisembættisins, leiðir í ljós umtalsverðan mun á lyfjanotkun eftir heilbrigðisumdæmum og hún undirstrikar mjög mikinn kynjamun í lyfjanotkun. Konur eru í meirihluta notenda í flestum lyfjaflokkum.
„Þetta mynstur er sérstaklega áberandi í notkun þunglyndislyfja, róandi lyfja og svefnlyfja, þar sem nærri tvöfalt fleiri konur en karlar fá slíkum lyfjum ávísað. Jafnframt er notkun þessara lyfja áberandi mikil hjá elsta aldurshópnum,“ segir greinarhöfundur, Védís Helga Eiríksdóttir, í umfjölluninni.
...