Kostnaður við trjáfellingu í Öskjuhlíð getur numið hundruðum milljóna króna, líkt og kemur fram hér til hliðar í svari frá Reykjavíkurborg. Bjarki Jónsson, framkvæmdastjóri Skógarafurða ehf. á Ytri-Víðivöllum 2 í Fljótsdal, furðar sig á því verði…
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Kostnaður við trjáfellingu í Öskjuhlíð getur numið hundruðum milljóna króna, líkt og kemur fram hér til hliðar í svari frá Reykjavíkurborg.
Bjarki Jónsson, framkvæmdastjóri Skógarafurða ehf. á Ytri-Víðivöllum 2 í Fljótsdal, furðar sig á því verði sem áætlað er við fellingu trjánna og segist ekki skilja hvers vegna ISAVIA og Reykjavíkurborg ráðfæri sig ekki við atvinnumenn í skógarhöggi. Sem kunnugt er hefur Samgöngustofa farið fram á lokun brautar á Reykjavíkurflugvelli, verði um 1.400 tré í Öskjuhlíð ekki felld.
Ekki tengdir við veruleikann
Bjarki segir að svona mikil grisjun þurfi að fara fram með vélum.
„Það er ekki hægt að haga sér svona. Hvorki borgin né
...