Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Manchester City var í aðalhlutverki í félagaskiptaglugga vetrarins í enska fótboltanum en í úrvalsdeildinni var hann opnaður 1. janúar og lokað seint í fyrrakvöld, 3. febrúar.
Englandsmeistararnir, sem hafa ekki verið nema svipur hjá sjón undanfarna mánuði, keyptu fjóra dýrustu leikmenn mánaðarins og eyddu um 180 milljónum punda, af þeim 373 milljónum sem öll 20 félögin í deildinni notuðu til leikmannakaupa í glugganum.
Fjórmenningarnir dýru eru egypski framherjinn Omar Marmoush sem var keyptur af Eintracht Frankfurt í Þýskalandi fyrir 59 milljónir punda, spænski miðjumaðurinn Nico González sem var keyptur af Porto í Portúgal fyrir 50 milljónir, úsbekski varnarmaðurinn Abdukodir Khusanov sem var keyptur
...