Meira en helmingi færri umsóknir bárust um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra en árið 2023. Umsóknirnar voru 1.944 talsins á síðasta ári en 4.168 árið áður. Árið 2022 voru þessar umsóknir 4.520 talsins

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Meira en helmingi færri umsóknir bárust um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra en árið 2023. Umsóknirnar voru 1.944 talsins á síðasta ári en 4.168 árið áður. Árið 2022 voru þessar umsóknir 4.520 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun.

Flestar umsóknir um vernd bárust frá ríkisborgurum Úkraínu sem voru 1.235 talsins, en næstflestar frá ríkisborgurum Venesúela, 193. Athygli vekur að umsóknum þaðan fækkaði um tæp 90% frá fyrra ári þegar þær voru 1.592.

Þriðji stærsti hópur umsækjenda kom frá Palestínu, en hann taldi 115 manns. Þar á eftir voru umsækjendur frá Nígeríu, 52, og frá Afganistan, 43. Alls voru umsækjendurnir frá 60 löndum.

Fullorðnir einstaklingar í hópi

...