Það er oft erfitt að greina á milli stjórnmála og viðskipta, enda mynda stjórnmálamennirnir lagarammann og leikreglurnar fyrir fyrirtæki landsins þegar þeir mæta á þing.
Síðustu daga hefur verið pínlegt að fylgjast með sumum þingmönnum landsins. Líklega hefur engin stjórn byrjað stjórnarsetu sína jafn illa og stjórn Kristrúnar Frostadóttur.
Það er flestum ljóst að Inga Sæland og hennar eldhúsflokkur á ekkert erindi í ríkisstjórn landsins. Það er ekki bara frekjan, sjálftakan, meint aðgengi að lögreglu landsins sem sérstökum varðhundi og ólögleg viðtaka fjármagns úr rikissjóði sem hefur vakið undran. Það er einnig hvernig einstakir þingmenn flokksins haga sér. Vísvitandi skrá þeir ekki hagsmuni sína þótt það sé lögum samkvæmt eins og Sigurjón Þórðarson strandveiðigarpur sem berst fyrir auknum veiðum við landið en upplýsir ekki að hann hafi beina fjárhagslega hagsmuni af því.
...