Hliðarspor er ný ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur, tónskáld og textahöfund, sem frumsýnd verður í Gamla bíói annað kvöld. Óperan er framhald af Rakaranum í Sevilla og Brúðkaupi Fígarós og er byggð á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarcahis, sem…
Leikarar Björk Níelsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason og Karl Friðrik Hjaltason eru í burðarhlutverkum.
Leikarar Björk Níelsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason og Karl Friðrik Hjaltason eru í burðarhlutverkum. — Ljósmynd/Red Illumination

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Hliðarspor er ný ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur, tónskáld og textahöfund, sem frumsýnd verður í Gamla bíói annað kvöld. Óperan er framhald af Rakaranum í Sevilla og Brúðkaupi Fígarós og er byggð á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarcahis, sem fjallar um Fígaró, Almaviva greifa og fólk sem tengist þeim. Meðal söngvara eru Björk Níelsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason, Þórhallur Auður Helgason, Guðrún Brjánsdóttir, María Konráðsdóttir, Erla Dóra Vogler og Hafsteinn Þórólfsson.

„Þetta er nokkurra ára gömul hugmynd. Margir þekkja óperurnar Rakarann frá Sevilla eftir Rossini og Brúðkaup Fígarós eftir Mozart sem gerðar eru eftir leikritum Beaumarcahis en svo komst ég að því fyrir nokkru að þriðja leikritið

...