Halldór Árni Guðfinnsson fæddist 12. maí 1956 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 6. janúar 2025.
Halldór bjó í Vestmannaeyjum til 1973 en þá fluttist hann til Reykjavíkur ásamt föður sínum. Halldór var skrúðgarðyrkjumeistari og vann við garðyrkjustörf í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðfinnur Jónsson búfræðingur, f. 9. desember 1912, d. 25. desember 1998 og Una Haraldsdóttir húsmóðir, f. 12. janúar 1926, d. 6. nóvember 1966. Halldór lætur eftir sig eina systur, Jónu Guðfinnsdóttur, f. 23. október 1954.
Útför Halldórs hefur farið fram í kyrrþey.
Með trega og sorg í hjarta minnist ég bróður míns, Halldórs Árna. Við vorum tvö systkini, ólumst upp og slitum barnsskónum í Vestmanneyjum á Vestmannabrautinni. Við lékum okkur áhyggjulaus við okkar vini og börnin í hverfinu. En líf
...