”Það tekur oft daga fyrir millifærslur að ganga í gegn og kostar þúsundir króna. Með samspili gervigreindar og rafmynta má útrýma þessum hindrunum og auka sjálfvirkni í viðskiptum.

Rafmyntir og gervigreind

Guðlaugur Steinarr Gíslason

Fjárfestingastjóri og meðstofnandi Visku Digital Assets ehf.

Í heimi þar sem stafrænar lausnir verða sífellt mikilvægari er áhugavert að skoða hvernig gervigreind mun smám saman gegna stærra hlutverki í daglegu lífi okkar. Gervigreind, sem nú þegar er orðin að öflugri upplýsingaveitu eins og ChatGPT, er á hraðri leið að þróast yfir í það að geta veitt einstaklingum og fyrirtækjum nýja tegund þjónustu sem kallast sérhæfðir gervigreindarráðgjafar (e. AI agents). Með því að tengja þessa ráðgjafa við rafmyntir í gegnum bálkakeðjuinnviði er síðan hægt að láta þá framkvæma viðskipti fyrir hönd okkar og auka þannig sjálfvirknivæðinguna til muna.

Fyrirtæki gæti nýtt gervigreind til að útbúa

...