Við hvetjum alla sem geta til að koma að hitta Arísi á UTmessunni um helgina þar sem Tölvuaðstoð verður með fallegan bás að kynna fyrirtækið og þjónustuna,“ segir Valgeir og útskýrir að Tölvuaðstoð sé þjónustufyrirtæki sem hafi í yfir tvo…
Valgeir Ólafsson framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar ætlar að vera á UTmessunni í Hörpu um helgina.
Valgeir Ólafsson framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar ætlar að vera á UTmessunni í Hörpu um helgina. — Morgunblaðið/Karítas

Við hvetjum alla sem geta til að koma að hitta Arísi á UTmessunni um helgina þar sem Tölvuaðstoð verður með fallegan bás að kynna fyrirtækið og þjónustuna,“ segir Valgeir og útskýrir að Tölvuaðstoð sé þjónustufyrirtæki sem hafi í yfir tvo áratugi vaktað tölvukerfi einstaklinga og fyrirtækja af öllum stærðargráðum.

„Fyrirtæki útvista tölvuþjónustunni til okkar til að geta einbeitt sér að því sem þau gera best. Að hafa uppfært, afritað og vaktað tölvukerfi er krafa í nútímarekstri og hvort sem gögnin þín eru í skýinu eða á staðnum þá sérhæfum við okkur í að tölvukerfið þitt sé eins gott og það getur orðið,“ segir Valgeir og bætir við að sérgrein þeirra sé í netkerfum, Microsoft 365, Google Workspace og afritun gagna. „Við höfum unnið í gegnum tíðina með fyrirtækjum sem hafa keypt stærsta forritapakkann hjá Microsoft en vantar að hafa öryggisatriðin virk og hafa

...