Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, er gestur í Dagmálum.
Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, er gestur í Dagmálum. — Morgunblaðið/Hallur Már

Hili er sjóður sem býður upp á að koma til móts við fasteignaeigendur með fjárfestingu í hluta íbúðarhúsnæðis þeirra. Á þeim örskamma tíma síðan Hili var komið á laggirnar á Íslandi, í nóvember 2024, hafa myndast biðlistar sem fara ört vaxandi.

Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Hili á Íslandi, var gestur í viðskiptahluta Dagmála þar sem hann ræddi um starfsemi Hili en einnig um fjármálamarkaðinn og tryggingamarkaðinn en Sigurður starfaði lengi vel sem forstjóri TM og um hríð sem aðstoðarforstjóri Kviku.

Spurður hvort hann telji það alltaf af hinu góða að samþætta bankastarfsemi og tryggingastarfsemi segir Sigurður að það hafi ekki alltaf gefist vel þótt það hafi vissulega gengið vel í einhverjum tilvikum.

„Það er skemmtilegt hvað þessi þróun hefur farið í hringi. Ég starfaði í tryggingum í

...