![](/myndir/gagnasafn/2025/02/05/1d90ea98-c567-45d2-a0c5-a14ce83e2bd5.jpg)
Elinóra Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 13. júlí 1944. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 18. desember 2024.
Foreldrar Elinóru voru þau Guðmundur Guðmundsson, f. 5. des 1883, d. 23. mars 1965, og Guðmunda Ólöf Rósmundsdóttir, f. 9. júní 1907, d. 13. maí 1988, búsett á Ísafirði. Elinóra átti 12 systkini, af þeim voru alsystkini hennar Sigríður, Friðgerður (látin) og Matthías. Hálfsystkini Elinóru, sem öll eru látin, voru þau Sverrir, Ólína, Lilja, Guðrún og Sigurður Guðmundarbörn og Sigurður, Ástvaldur, Marías og óskírður Björnssynir.
Elinóra giftist 17. maí 1964 Konráð Elís Guðbjartssyni, f. 6. okt. 1940, d. 17. mars 2004, frá Hesti í Önundarfirði. Börn þeirra eru 1) Petrína, f. 29. feb. 1964, gift Rúnari Garðarssyni, f. 7. feb. 1964. Börn þeirra: a) Anton Smári, f. 1984, kvæntur Milenu Ferster, f. 1988. Börn þeirra Emilía Rós,
...