Fjárhagslegum þvingunum beitt gegn upplýsandi fjölmiðlaumfjöllun

Ríkisstjórnin hefur kynnt helstu forgangsmál sín, þau mál sem hún hyggst ráðast í á fyrstu dögum, vikum og mánuðum fyrsta þings eftir kosningar. Sérstaka athygli vekur að eitt þeirra mála er að breyta fyrirkomulagi styrkja til einkarekinna fjölmiðla, en þau áform höfðu ekki verið kynnt áður. Þannig segir í kynningu ríkisstjórnarinnar: „Vinna er hafin við endurskoðun á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og verður þak á styrkjum til fjölmiðla lækkað strax í vor en styrkirnir framlengdir til eins árs.“

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins vakti athygli á þessu í umræðuþætti á Ríkisútvarpinu og sagði ríkisstjórnina ganga hratt til ákveðinna verka: „Ég hef til dæmis held ég bara aldrei séð gengið jafn hratt til verka hvað það varðar að láta fjölmiðil finna til tevatnsins, núna þegar er sérstaklega flaggað að þakið verði lækkað á fjölmiðlastyrkjum, þó að ég sé nú reyndar á

...