— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Diego, sem landsfrægur varð á síðasta ári er lævís þrjótur stal honum, þekkir bestu leiðina til að forðast veðrið. Nú þegar hver lægðin á eftir annarri hrellir landsmenn tekur Diego það rólega í körfunni sinni í versluninni A4 í Skeifunni. Kippti hann sér lítið upp við það er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um og leit ekki einu sinni upp þegar myndinni var smellt af.