Stefán Lárus Karlsson er fæddur 5. febrúar 1965 á Akureyri og ólst þar upp.
Æskuheimilið var í Þingvallastræti, en Stefán eyddi einnig mörgum sumrum í Stóra-Dunhaga og Lönguhlíð í Hörgársveit.
„Ég var hjá bróður pabba í Stóra-Dunhaga og bróður mömmu í Lönguhlíð. Þar voru blönduð bú og það er kúaskapur á þeim báðum ennþá, en Langahlíð er núna farin úr fjölskyldunni. Ég held ég hafi aldrei ætlað að verða eitthvað annað en bóndi. Það var strax ákveðið.“
Stefán útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1984 og lauk sveinsprófi í smíði við Verkmenntaskólann á Akureyri árið 2004. „Ég byrjaði í smíðanáminu í kringum 2000 og kláraði það í rólegheitunum.“
Eftir útskrift frá Hvanneyri vann Stefán á Þúfnavöllum í Hörgárdal og
...