Kristín Svava Tómasdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir

Sagnfræðingafélag Íslands heldur fund í Þjóðarbókhlöðunni í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. febrúar, kl. 19.30 undir yfirskriftinni Brautryðjendur í hópi kvenna, að því er kemur fram á facebooksíðu viðburðarins. Þar segir jafnframt að til máls taki þær Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem var fyrst kvenna til að vígjast til prests, sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómas­dóttir, Rakel Adolphsdóttir, sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafnsins, og Sigríður Jónsdóttir, ­sérfræðingur á Leikminjasafninu.

„Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaárinu 1975 og hafa ýmis samtök blásið til nýs kvennaárs af því tilefni. Sagnfræðingafélagið lætur ekki sitt eftir liggja og rifjar á þessum viðburði upp líf og störf nokkurra kvenna sem ruddu brautir í íslensku samfélagi á 20. öld.“