Hann verður 26 ára gamall á laugardaginn kemur, 8. febrúar.
Hann fæddist í Skjern á Jótlandi og lék með staðarliðinu til 2014 en síðan með GOG frá Fjóni frá 2017 til 2022.
Frá þeim tíma hefur Gidsel leikið með Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni.
Hann hefur nú skorað 541 mark í 90 landsleikjum fyrir Danmörku.
Gidsel hefur þrisvar orðið heimsmeistari með danska landsliðinu, einu sinni ólympíumeistari, fengið silfur á Ólympíuleikum og bæði silfur og brons á Evrópumóti.
Hann varð danskur meistari með GOG 2022 og vann Evrópudeildina með Füchse Berlín 2023.
Gidsel var kjörinn handknattleiksmaður ársins í heiminum 2023, besti leikmaður
...