” Stjórnarstarf snýst um að ræða mál til hlítar, þannig að allir koma sínum skoðunum að og kostir og gallar eru vegnir og metnir.

Stjórnun

Ingunn Agnes Kro

Stjórnarmaður og ráðgjafi

Þetta er spurning sem ég fæ ítrekað að heyra. Nú er aldeilis vertíðin til þess að róa á þessi mið, svo ég ætla í eitt skipti fyrir öll að svara spurningunni, eins og hún snýr við mér.

Hvaða stein vantar viðkomandi í steinasafnið sitt?

Hvaða reynslu, þekkingu eða eiginleika hefur þú, sem hluthafinn telur vanta inn í stjórn fyrirtækisins, eða væri hægt að bæta? Þá gjarnan horft fram á við, í þá átt sem umhverfið og fyrirtækið eru að þróast. Til þess að nefna dæmi, hefur þetta hjá sjálfri mér verið: skráning fyrirtækis í kauphöll, vetni, stjórnarhættir, lögfræðimenntun, orkugeirinn og að lokum

...