Ýmislegt skondið henti mig þá er ég þjónaði sem héraðsprestur á Suðurlandi, vegalengdir miklar og erindin strjál,“ skrifar Skírnir Garðarsson í skemmtilegri kveðju til þáttarins. „Eitt sinn sást til mín í Skálholti, Hellu og undir Eyjafjöllum, þjónandi sama dag
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ýmislegt skondið henti mig þá er ég þjónaði sem héraðsprestur á Suðurlandi, vegalengdir miklar og erindin strjál,“ skrifar Skírnir Garðarsson í skemmtilegri kveðju til þáttarins. „Eitt sinn sást til mín í Skálholti, Hellu og undir Eyjafjöllum, þjónandi sama dag. Þá var ort:
Sístarfandi, sómi klerka,
sálartetrum eykur von,
ötull mjög til allra verka
er hann Skírnir Garðarsson.
Jólamessan á Úlfljótsvatni var úti í kirkjugarði, því kirkjan reyndist læst og lykillinn á Bíldsfelli, sem er langt frá. Kirkjugestir rómuðu athöfnina, en harðfenni var og bjart af tungli.
Að Úlfljótsvatni er leiðin löng,
...