![Guðrún Hafsteinsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/f03c62c2-51df-468d-a4c0-85c21b29a457.jpg)
Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi nk. laugardag, 8. febrúar, og hefst hann klukkan 14. Guðrún hefur sterklega verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Í færslu á Facebook sem hún birti í gær segir hún að nú styttist óðum í að sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi flokksins til að skerpa á stefnu hans og velja sér nýja forystu.
„Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir hún í færslunni.
„Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína, en mér þætti vænt um að sjá ykkur og eiga með ykkur góða stund í Salnum í Kópavogi,“ segir Guðrún.
...