![](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/ee958868-045a-4537-821a-37250eae81a1.jpg)
Bragi Björn Orri Hjaltason fæddist 30. júní 1931 í Reykjavík. Hann lést 25. janúar 2025 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut.
Foreldrar hans voru Óvína Anne Margrét Arnljóts Velschow, f. 4. mars 1900 á Sauðanesi á Langanesi, d. 2. desember 1993 og Hjalti Magnús Björnsson, f. 27. janúar 1892 á Ríp í Hegranesi, Skagafirði, d. 30. apríl 1986.
Systkini Orra eru: Halldóra Valgerður, f. 29. maí 1927, d. 1. febrúar 2013; Snæbjörn Arnljóts, f. 17. desember 1928, d. 30. apríl 2015; Guðríður Valborg, f. 22. mars 1938.
Orri ólst m.a. upp á Mímisvegi og Sjafnargötu. Árið 1945 fluttist fjölskyldan á Hagamel 8 í Reykjavík og þar bjó Orri í 78 ár.
Orri kvæntist, 8. apríl 1961, Hebu Guðmundsdóttur, f. 25. október 1938. Þau bjuggu allan sinn búskap
...