Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir

Íslensku menningarlífi hlotnaðist enn einn heiðurinn á alþjóðavísu í vikunni þegar Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann hin virtu Grammy-tónlistarverðlaun í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastians Bachs.

Það fylgir því mikil upphefð að vera tilnefndur til Grammy-tónlistarverðlaunanna en verðlaunin eru af mörgum talin þau eftirsóttustu í tónlistarheiminum. Árangur Íslendinga á undanförnum fimm árum er stórkostlegur, en með verðlaunum Víkings Heiðars hafa íslenskir listamenn hlotið yfir 11 Grammy-tilnefningar, og unnið fimm sinnum; Hildur Guðnadóttir fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl og kvikmyndinni Jókernum, Dísella Lárusdóttir fyrir bestu óperuupptökuna í verkinu Akhnaten, Laufey Lín Jónsdóttir fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinnar popptónlistar og nú síðast Víkingur Heiðar. Í heild hafa átta Íslendingar unnið til

...

Höfundur: Lilja Alfreðsdóttir