![Breytingar Arne Slot vill að reglum um fjölda varamanna verði breytt.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/3d388358-f81d-41c2-8d77-85876a7e2e56.jpg)
Breytingar Arne Slot vill að reglum um fjölda varamanna verði breytt.
— AFP/Glyn Kirk
Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool vill stækka leikmannahópa í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar úr 20 og í 23 vegna mikils álags liða sem spila í Evrópukeppni. Níu varamenn eru leyfðir í deildinni sem stendur en Slot vill að þeir verði 12. Var Hollendingurinn ósáttur við að ekki var pláss fyrir Joe Gomez og Federico Chiesa í leikmannahópnum sem mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.