Hrafnar Viðskiptablaðsins segja „engum blöðum um það að fletta að kennaraforystan ber ábyrgð á þeim mikla hnút sem kjaradeila hennar við Samband íslenskra sveitarfélaga er komin í“. Hrafnarnir segjast telja „óumflýjanlegt að Magnús …
Magnús Þór Jónsson
Magnús Þór Jónsson

Hrafnar Viðskiptablaðsins segja „engum blöðum um það að fletta að kennaraforystan ber ábyrgð á þeim mikla hnút sem kjaradeila hennar við Samband íslenskra sveitarfélaga er komin í“.

Hrafnarnir segjast telja „óumflýjanlegt að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins og hans fólk kalli yfir nemendur og foreldra þeirra allsherjarverkfall með tilheyrandi leiðindum og fórnarkostnaði. Allsherjarverkfall á sama tíma og búið er að semja við alla aðra en hina óbilgjörnu kennara.“

Svo bæta þeir því við að þetta ömurlega ástand leiði hugann að því hversu dýrkeyptur Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafi verið þjóðinni sem félagsmálaráðherra: „Fyrir tæpum tveimur árum stakk hann í skúffu frumvarpi sem búið var að samþykkja í ríkisstjórn, en því var ætlað að tryggja að ríkissáttasemjari gæti látið greiða atkvæði

...