Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Í ljósi þess að Jón Gnarr hlaut skilorðsbundinn dóm samkvæmt framansögðu er að mati nefndarinnar ekki tilefni til þess að bregðast frekar við ábendingu um kjörgengi hans.“
Svo segir í greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kosninga til Alþingis sem Dagur B. Eggertsson alþingismaður veitir forstöðu og kynnt var á Alþingi á þriðjudag. Þar var fjallað um greinargerð landskjörstjórnar um niðurstöður síðustu alþingiskosninga og skorið úr um kjörgengi nýkjörinna þingmanna.
Í greinargerðinni kemur fram að Alþingi hafi borist ábending frá nafngreindum einstaklingi, en í erindi hans kom fram að hann hefði áhyggjur af því að Jón Gnarr væri ekki með óflekkað mannorð, þar sem hann hafði fengið skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi
...