Áströlsk stjórnvöld lögðu í gær bann við því að kínverska gervigreindarforritið DeepSeek yrði sett upp í tölvubúnaði opinberra stofnana.
Ástralska sjónvarpsstöðin ABC hafði eftir Andrew Charlton, yfirmanni netöryggismála hjá ástralska ríkinu, að þetta væri gert samkvæmt ráðleggingum öryggisþjónustustofnana þar sem öryggisógn kynni að stafa af forritinu og ekki væri tryggt að upplýsingar sem það safnaði bærust ekki til óviðkomandi aðila. Einnig væri hugsanlegt að það dreifði spilliforritum. Svipaðar áhyggjur hafa komið fram í fleiri löndum.
Kínverska utanríkisráðuneytið brást við banninu í gær og sagði að kínversk stjórnvöld hefðu aldrei krafist þess af þarlendum fyrirtækjum eða einstaklingum að þeir söfnuðu upplýsingum eða geymdu þær með ólöglegum hætti.
Það vakti mikla athygli þegar DeepSeek kom á markaðinn í janúar
...