Hjá Landhelgisgæslunni eru spennandi og krefjandi verkefni fram undan á árinu sem miða að því að auka sjálfvirknivæðingu í vöktun og eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið auk þess að bæta eftirlit með lögsögunni úr lofti
Tilgátumynd Svona sjá menn fyrir sér að landratsjárnar líti mögulega út þegar uppsetningu er lokið. Fjórar slíkar stöðvar verða í notkun á landinu öllu.
Tilgátumynd Svona sjá menn fyrir sér að landratsjárnar líti mögulega út þegar uppsetningu er lokið. Fjórar slíkar stöðvar verða í notkun á landinu öllu.

Viðtal

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Hjá Landhelgisgæslunni eru spennandi og krefjandi verkefni fram undan á árinu sem miða að því að auka sjálfvirknivæðingu í vöktun og eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið auk þess að bæta eftirlit með lögsögunni úr lofti.

Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar aðspurður um helstu verkefni stofnunarinnar á þessu ári. Ný tækni og ný tæki munu gera Gæslunni kleift að sinna enn betur sínum lögbundnu verkefnum.

„Við teljum fulla þörf á að efla þá heildarstöðumynd á hafinu sem nauðsynlegt er að Landhelgisgæslan búi yfir,“ segir Georg.

Stórt skref í þá átt verður stigið á árinu með

...