Danski glæpasagnahöfundurinn Jussi Adler-Olsen greinir frá því í einkaviðtali við Politiken að hann glími nú við ólæknandi beinmergskrabbamein. Fram kemur að hann hafi í nóvember 2023 sent frá sér 10. og síðustu bókina um Deild Q, sem á íslensku nefnist Sjö fermetrar með lás, eftir það hugðist hann setjast í helgan stein og eiga náðugt ævikvöld, en Adler-Olsen er 74 ára. Á þeim tíma höfðu bækur hans selst í 30 milljónum eintaka og komið út á 42 tungumálum.
Í janúar 2024 greindist hann með ólæknandi sjúkdóminn sem breytti öllum áformum, enda á hann ekki langt eftir. Í viðtalinu við Politiken upplýsir hann að í næsta mánuði snúi Deild Q aftur, en þá er von á 11. bókinni í bókaflokknum og nefnist hún Døde sjæle synger ikke, eða Dauðar sálir syngja ekki. Sú breyting hefur
...