Vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti vaxtaákvörðun.
Vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti vaxtaákvörðun. — Morgunblaðið/Karítas

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig. Þetta var tilkynnt á fundi nefndarinnar í gær.

Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,0%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Þetta er þriðja skiptið í röð sem nefndin lækkar vexti bankans.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi haldið áfram að hjaðna og var 4,6% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum.

„Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað er enn verðbólguþrýstingur til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist

...