Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik leikur í kvöld fimmta og næstsíðasta leik sinn í F-riðli í undankeppni Evrópumótsins.
Liðið leikur þá gegn Tyrkjum í Izmir en tyrkneska liðið hefur unnið alla sína leiki og þegar tryggt sér sæti á EM. Ísland tapaði þó heimaleiknum naumlega, 72:65, í Ólafssal í Hafnarfirði 12. nóvember 2023.
Hin þrjú liðin geta öll náð öðru sæti en fjögur lið af átta sem ná öðru sæti undanriðlanna komast einnig á EM sem fram fer í Tékklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi í júní.
Slóvakía er með fjögur stig, Ísland tvö og Rúmenía tvö en Ísland sækir Slóvakíu heim í lokaumferðinni á sunnudaginn.
Íslenska liðið verður að vinna báða leikina í
...