Freyr Alexandersson ætlar sér að gera norska knattspyrnufélagið Brann að Noregsmeisturum innan þriggja ára en hann tók við þjálfun liðsins þann 13. janúar. Freyr, sem er 42 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning í Bergen sem gildir út keppnistímabilið 2027
Bergen Freyr Alexandersson ætlar sér stóra hluti með norska úrvalsdeildarfélagið á næstu árum.
Bergen Freyr Alexandersson ætlar sér stóra hluti með norska úrvalsdeildarfélagið á næstu árum. — Ljósmynd/Brann

Noregur

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Freyr Alexandersson ætlar sér að gera norska knattspyrnufélagið Brann að Noregsmeisturum innan þriggja ára en hann tók við þjálfun liðsins þann 13. janúar.

Freyr, sem er 42 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning í Bergen sem gildir út keppnistímabilið 2027.

Íslenska þjálfaranum var sagt upp störfum hjá belgíska A-deildarfélaginu Kortrijk 17. desember og var því ekki lengi án starfs en hann bjargaði Kortrijk frá falli á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð.

Hann hefur einnig stýrt Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni á þjálfaraferlinum en hann kom liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina tímabilið 2021-22 og bjargaði félaginu svo frá falli, einnig

...