Guðni Aðalsteinsson
Öldrun þjóðarinnar er í brennidepli þessi misserin. Það er fagnaðarefni að framfarir í læknisfræðum og almenn lífsgæði hafa stuðlað að því að eldra fólki fjölgar með hverju ári og það er hraustara og virkara en nokkru sinni fyrr. Það miðlar dýrmætri reynslu og þekkingu og leggur verðmætt framlag af mörkum til samfélagsins. Sífellt fleiri átta sig á að í öldrun er fólgið virði, en ekki byrði.
Þrátt fyrir jákvæða þróun sem öldrun þjóðarinnar leiðir af sér, skapar hún einnig áskoranir. Stefna heilbrigðisyfirvalda er að fólk búi heima hjá sér eins lengi og mögulegt er, en engu að síður blasir við stóraukin þörf fyrir hjúkrunarheimili þar sem veitt er umönnun fyrir þá sem, þrátt fyrir stuðning, geta ekki búið heima.
Vandinn í bráð og lengd
Ítrekað hefur
...