Snjóþyngsli Yngsta kynslóðin kættist ákaflega þegar mikið snjóaði.
Snjóþyngsli Yngsta kynslóðin kættist ákaflega þegar mikið snjóaði. — Morgunblaðið/Eyþór

Nýliðinn janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.

Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Bætist janúar í hóp kaldra mánaða á þessum vetri.

Hlýindi og miklar rigningar um miðjan janúar ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún.

Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þann 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði.

Snjódýptin mældist mest 90 sentimetrar á Dalatanga. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í janúarmánuði frá því að mælingar hófust þar árið 1966. Einnig mældist snjódýptin óvenjulega mikil í Neskaupstað (85 cm) og á Hánefsstöðum

...