Juliette Binoche
Juliette Binoche

Franska leikkonan Juliette Binoche verður ­formaður dómnefndar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes sem haldin verður í 78. sinn dagana 13.-24 maí, að því er fram kemur í tilkynningu frá hátíðinni. „Ég hlakka til að deila reynslu minni með dómnefndinni og almenningi. Árið 1985 gekk ég upp tröppurnar í fyrsta skipti full af eldmóði og þeirri óvissu sem fylgir því að vera ung leikkona. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að 40 árum síðar hlyti ég þann heiður að verða formaður dómnefndar. Ég þakka forréttindin og ábyrgðina,“ er haft eftir Binoche í tilkynningunni.