![Sýning Hönnunarsafnið beinir sjónum sínum að Barbie á Safnanótt.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/74ed4ce3-6436-47f0-b73c-98482edb122d.jpg)
Ljós og listir einkenna næstu daga á höfuðborgarsvæðinu en Vetrarhátíð hefst með formlegum hætti annað kvöld kl. 18.30 á Ingólfstorgi þegar kveikt verður á ljóslistaverkinu „Lightbattle III“ sem sýnt hefur verið víða um heim. Viðburðir Vetrarhátíðar eru fjölbreyttir og aðgangur ókeypis. Ljóslistaverk og viðburðir þeim tengdir verða í gangi öll kvöld yfir hátíðina milli kl. 18.30 og 22.30 en hátíðin stendur til 9. febrúar.
Á Safnanótt annað kvöld verður margt í boði á listasöfnum höfuðborgarsvæðisins sem eru um 40 talsins. Nýlistasafnið verður með opið hús í safneigninni á milli kl. 16 og 18 að Völvufelli 13-21 í Breiðholti þar sem gestum gefst tækifæri til að fá innsýn í innri starfsemi safnsins. Safneignin telur yfir þrjú þúsund verk og byggist alfarið á gjöfum listamanna og meðlima safnsins. Þá stendur einnig yfir sýning Claudiu Hausfeld í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu sem
...