Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka þessa tímabils en hann hefur átt góðu gengi að fagna með Arendal í Noregi. Dagur er fenginn til að leysa af sænska hornamanninn Lucas Pellas sem sleit hásin á æfingu og verður lengi frá keppni. Montpellier er fjórtánfaldur franskur meistari, varð Evrópumeistari 2003 og 2018, og leikur í Evrópudeildinni en þar gæti Dagur spilað sinn fyrsta leik næsta þriðjudag.