Stafrænar lausnir eru stóra málið í starfi námsbrautar í nýsköpun sem nú hefur verið sett á laggirnar á Landspítala. Margrét Dís Óskarsdóttir er yfirlæknir sérnáms við sjúkrahúsið og stýrir þessu starfi sem nýlega hófst
Aðgerð Heilbrigðisþjónustan er í örri þróun og mikilvægt að starfsfólkið á gólfinu taki þátt í þeirri þróun.
Aðgerð Heilbrigðisþjónustan er í örri þróun og mikilvægt að starfsfólkið á gólfinu taki þátt í þeirri þróun. — Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Stafrænar lausnir eru stóra málið í starfi námsbrautar í nýsköpun sem nú hefur verið sett á laggirnar á Landspítala. Margrét Dís Óskarsdóttir er yfirlæknir sérnáms við sjúkrahúsið og stýrir þessu starfi sem nýlega hófst. Á sjúkrahúsinu hefur þróun stafrænna lausna verið í deiglunni mörg undanfarin ár. Smíðuð hafa verið og þróuð tölvukerfi í samvinnu við sérfræðinga, bæði innan spítalans og utan, og þau halda utan um sjúkraskrár sem eru mikilvæg gögn þegar lagt er á ráðin um meðferð sjúklinga. „Í raun er framþróun á hinu stafræna sviði forsenda árangurs í öllu starfi hér,“ segir Margrét.

Mikilvæg klínísk þekking

Í fyrsta hópnum sem nú sækir þessa námsbraut eru tveir námslæknar í lyflækningum, einn í heimilislækningum og annar til sem

...