Kristófer Orri Pétursson, fyrirliði knattspyrnuliðs Gróttu undanfarin ár, er genginn til liðs við KR-inga og hefur samið við þá til eins árs. Kristófer er 26 ára miðjumaður og hefur leikið allan ferilinn með Gróttu í þremur efstu deildunum, lengst af í 1. deild. Hann á að baki 154 deildarleiki og hefur skorað í þeim 15 mörk en hann lék alla 18 leiki Gróttu þegar liðið var í úrvalsdeildinni árið 2020.
Bakslag er komið í bata enska knattspyrnumannsins Luke Shaw eftir að hann sneri nýverið aftur til æfinga hjá félagsliði sínu Manchester United í kjölfar langvarandi og tíðra meiðsla. Shaw hefur glímt við hin ýmsu vöðvameiðsli og hefur af þeim sökum ekki byrjað leik fyrir Man. United í að verða eitt ár. Daily Mail greinir frá því að bakslagið sé smávægilegt og vænti Man. United þess að Shaw geti byrjað að æfa aftur áður en langt um líður, jafnvel strax í næstu
...